Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Thursday, 07 June 2018 15:24

Mánudaginn 28. maí s.l var haldinn  149. fundur hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Fundurinn var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar á Innrimel, Melahverfi.

Fundargerðina má sjá hér.

149. fundargerð

Friday, 27 April 2018 10:36

 

Eftirlitsstarf. Sumar 2018.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlandssvæðis óskar eftir að ráða eftirlitsmann til tímabundinna eftirlitsstarfa frá miðjum maí fram í miðjan ágúst 2018.

Stofnunin annast ýmsa málaflokka á sviði hollustuhátta og heilbrigðismála, matvælaeftirlits, mengunarvarna og umhverfisvöktunar á Vesturlandi. Skrifstofan er til húsa að Innrimel 3 í Hvalfjarðarsveit.

Starfið felst í:

  • Fjölbreytilegum eftirlitsstörfum.
  • Eftirlitsferðum í ýmiss konar atvinnufyrirtæki á mengunar-, hollustuhátta-, og matvælasviði.
  • Sýnatökum.
  • Skýrslugerðum.

Við eru að leita að:

  • Röggsömum, virkum og sjálfstæðum einstaklingi sem annað hvort hefur lokið eða er í háskólanámi.
  • Reynsla af vinnumarkaði er æskileg og þekking í raungreinum.
  • Einstaklingi með ökuréttindi.
  • Traustum og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og á gott með skýrslugerð.

Við erum reyklaus vinnustaður.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Helgason, framkvæmdastjóri í gegnum netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknarfrestur er til 11. maí 2018.

 

Friday, 23 March 2018 12:19

Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2018 var haldinn á Hótel Hamri þann 19. mars s.l.  Á fundinn voru mættir fulltrúar frá öllum sveitarfélögunum á Vesturlandi sem tóku þátt í hefðbundinni dagskrá aðalfundarins. 

Hér er fundargerð aðalfundarins:

Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2018

Friday, 23 March 2018 12:10

   Heilbrigðisnefnd Vesturlands  hélt símafund þann 19. mars s.l  og má finna fundargerðina hér fyrir neðan. 

Aðalefni fundarins var ársreikningur heilbrigðiseftirlits Vesturlands  fyrir árið 2017 og nokkrar tillögur sem lagðar voru fyrir aðalfund heilbrigðisnefndar  sem haldinn var síðar um daginn á Hótel Hamri.

 

148. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

Thursday, 15 February 2018 13:22

 

Mánudaginn 12. febrúar 2018 var haldinn fyrsti  fundur á nýju ári hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. 

Þar sem færð á vegum á Vesturlandi var víða slæm og sömuleiðis allra veðra von var ákveðið að hafa símafund.

Hér er fundargerðin:  Fundargerð 147. fundur 

Næsti fundur hjá nefndinni er áætlaður þann 12. mars n.k og stefnt er að því að aðalfundur Heilbrigðsnefndar verði þann 19 .mars n.k í tengslum við  aðalfund SSV. (Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi).

 

Page 1 of 2