Hér með er auglýst tillaga að starfsleyfi fyrir rekstri Motorcrossklúbbs Snæfellsbæjar (MXS) á aksturssvæði fyrir vélknúin ökutæki sem staðsett er á Breiðinni, utan Ennis, Snæfellsbæ.
Umsækjandi fyrir hönd Mótorkrossklúbbs Snæfellsbæjar kt: 460401-2910, er Janus Jónsson.
Umsókn um endurnýjað starfsleyfi barst Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 3. febrúar 2023. Núgildandi leyfi gildir frá 24. maí 2019 til 24. maí 2023.
Starfsemin er í samræmi við Aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031, - merkt íþróttasvæði ÍÞ4 á uppdrætti og er 10.7 hektarar að stærð.
Starfsleyfi fyrir rekstri akstursvæða er gefið út skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Tillögu að starfsleyfi fyrir aksturssvæði ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
Athugasemdir skulu berast á netfangið eftirlit@hev.is fyrir 8. júní nk.
Hér má sjá tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi með starfsleyfisskilyrðum, Starfsleyfisskilyrði Mótorkrossbraut drög
Hér má sjá umsóknina: Mótorkross umsókn og umgengisreglur klúbbsins: umgengisreglur MXS