Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Auglýsing um endurnýjað starfsleyfi.

Meðfylgjandi er tillaga að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi véla- og búvelaverkstæðis sem Hróar ehf. hefur rekið í atvinnuhúsnæði að Skipanesi í Hvalfjarðarsveit um árabil.

Starfsleyfi var fyrst gefið út fyrir starfsemina í janúar 2003 og við endurnýjun þess er skylt að auglýsa það í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Aðilar og stofnanir sem eiga hagsmuna að gæta fá 4 vikur til að gera skriflegar athugasemdir við fyrirliggjandi starfsleyfistillögu.

Athugasemdum skal skila til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir 24. maí 2019.