Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Friday, 27 April 2018 10:36

 

Eftirlitsstarf. Sumar 2018.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlandssvæðis óskar eftir að ráða eftirlitsmann til tímabundinna eftirlitsstarfa frá miðjum maí fram í miðjan ágúst 2018.

Stofnunin annast ýmsa málaflokka á sviði hollustuhátta og heilbrigðismála, matvælaeftirlits, mengunarvarna og umhverfisvöktunar á Vesturlandi. Skrifstofan er til húsa að Innrimel 3 í Hvalfjarðarsveit.

Starfið felst í:

  • Fjölbreytilegum eftirlitsstörfum.
  • Eftirlitsferðum í ýmiss konar atvinnufyrirtæki á mengunar-, hollustuhátta-, og matvælasviði.
  • Sýnatökum.
  • Skýrslugerðum.

Við eru að leita að:

  • Röggsömum, virkum og sjálfstæðum einstaklingi sem annað hvort hefur lokið eða er í háskólanámi.
  • Reynsla af vinnumarkaði er æskileg og þekking í raungreinum.
  • Einstaklingi með ökuréttindi.
  • Traustum og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og á gott með skýrslugerð.

Við erum reyklaus vinnustaður.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Helgason, framkvæmdastjóri í gegnum netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknarfrestur er til 11. maí 2018.

 

Wednesday, 04 January 2017 14:36

 

 

Í byrjun árs 2017  verður ný heimasíða HeV  tekin í notkun. Síðan er ekki fullgerð en inn á hana munu bætast gögn og upplýsingar á næstu vikum.

Heimasíða HeV mun án efa þróast og breytast í takt við reynslu af notkun hennar.