Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Mánudagur, 27 september 2021 10:39

Pollur Bílaþvottur ehf. - Bón og bílaþvottastöð

Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir starfsemi bón- og bílaþvottastöðvar að Þjóðbraut 13A á Akranesi: Tillaga að starfsleyfi.

Rekstraraðili er Pollur Bílaþvottur ehf., kt. 560821-0690. Heilbrigðisnefnd gefur út starfsleyfi fyrir starfseminni skv. ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Umsókn um starfsleyfi barst Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 25. ágúst 2021, ásamt nánari upplýsingum um reksturinn. Í umsókn kemur m.a. fram að fyrirtækið notist við umhverfisvæn hreinsiefni ofl. frá nokkrum framleiðendum.

 

Í eftirliti sem fram fór þann 13. september sl. kom fram að engin olíugildra er tengd við fráveitu frá húsnæðinu.

Heilbrigðisnefnd getur krafist þess að aðilar í atvinnurekstri sem getur valdið mengun í fráveitu komi fyrir viðunandi hreinsibúnaði á eigið fráveituvatn. Þetta getur átt við almenningsskólpveitur en þó einkum fráveituvatn sem er mengað af olíu eða eiturefnum eða mjög próteinríkt eða fituríkt fráveituvatn frá verksmiðjum eða hvers konar öðrum atvinnurekstri. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur farið fram á að olíugildra verði tengd við fráveitu frá fyrirtækinu og hefur fyrirtækinu verið gefinn frestur til 1. janúar 2022 til að uppfylla kröfuna.

Starfsleyfisskilyrði fyrir rekstrinum byggja m.a. á eftirfarandi sameiginlegum starfsleyfisskilyrðum fyrir bónstöðvar og bílaleigur sem finna má á vefsíðu Umhverfisstofnunar: Starfsleyfisskilyrði fyrir bónstöðvar og bílaleigur.pdf (ust.is).

 

Tillögu að starfsleyfi fyrir bón- og bílaþvottastöð ber að auglýsa í minnst 4 vikur á vefsvæði Heilbrigðiseftirlitsins, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 25. október 2021. 

Read 38 times